Starf hafnarstjóra auglýst til umsóknar

92
Deila:

Stjórn Faxaflóahafna hefur ákveðið að auglýsa laust til umsóknar starf hafnarstjóra. Núverandi
hafnarstjóri, Gísli Gíslason, óskaði eftir við stjórn Faxaflóahafna sf. þann 26. febrúar sl. að fá að láta af
störfum og hefur verið ákveðið að verða við þeirri ósk. Stjórn Faxaflóahafna mun ráða hafnarstjóra að
fenginni tillögu hæfnisnefndar, samkvæmt tillögu að ráðningarferli sem stjórn samþykkti á fundi sínum í
vikunni.
Skipuð hefur verið þriggja manna hæfnisnefnd sem mun hafa umsjón með ráðningarferlinu, ásamt
ráðgjafafyrirtækinu Hagvangi. Hæfnisnefndin er skipuð þeim Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni Samtaka
atvinnulífsins, Helgu Hlín Hákonardóttur héraðsdómslögmanni og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur,
varaformanni stjórnar Faxaflóahafna sf.
Starf hafnarstjóra verður auglýst laust til umsóknar frá og með morgundeginum 4.apríl og er
umsóknarfrestur til 29. apríl.

Deila: