-->

Stefna að 7.000 tonna laxeldi í Stöðvarfirði

Fiskeldi Austfjarða hf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar vegna 7.000 tonna framleiðslu á laxi í Stöðvarfirði á vegum Fiskeldis Austfjarða hf. Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út burðaþolsmat fyrir Stöðvarfjörð upp á 7.000 tonna lífmassa, en auk þess hefur stofnunin birt áhættumat fyrir fjörðinn vegna hættu á erfðablöndun milli eldisfisks og náttúrulegra laxastofna.

Í samræmi við það mun Fiskeldi Austfjarða einvörðungu ala ófrjóan lax. Í áhættumati vegna erfðablöndunar er gert ráð fyrir að það sé endurskoðað reglulega. Komi til þess að endurskoðun leiði til þess að ala megi frjóan fisk í Stöðvarfirði, þá áskilur Fiskeldi Austfjarða sér rétt til að gera slíkt. Þetta umhverfismat er miðað við hver áhrif eldis á 7.000 tonnum af frjóum fiski er á umhverfið. Fiskeldi Austfjarða hefur þegar starfsemi í tveimur fjörðum, þ.e. Berufirði og Fáskrúðsfirði. Félagið hefur rekstrar- og starfsleyfi í báðum fjörðunum og er heimilt að ala 9.800 tonn af laxi í Berufirði og 11.000 tonn í Fáskrúðsfirði.

„Umhverfisáhrif á framangreinda þætti eru metin auk þess að lagt er mat á samlegðaráhrif fyrirhugaðs sjókvíaeldis Fiskeldis Austfjarða og óskyldra rekstraraðila. Niðurstaðan er að áhrif á framkvæmdatíma eru talin verða tímabundin og óveruleg á flesta umhverfisþætti á meðan á rekstri stendur, en talsvert jákvæð á flesta þætti samfélags. Öll áhrif eru metin afturkræf. Rekstur fiskeldisins er hugsaður til þess tíma er nemur gildistíma starfs- og rekstrarleyfa og áhrif vara á meðan honum stendur,“ segir í skýrslunni.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og...

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðs...

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...