Stefnt að samkomulagi um veiðar á makríl í haust

Deila:

Viðræður um nýja skiptingu makrílveiðiheimilda milli strandríkjanna hafa staðið yfir í London þessa vikuna. Ætlunin er að hlutdeild í veiðum verði ákveðin til framtíðar, en undanfarin ár og í ár, hefur ekkert samkomulag verið og leiðir það til veiða umfram ráðleggingar vísindamanna.

Á fundunum nú var farið yfir það hvernig nýta eigi vísindaskýrslu Alþjóða hafrannsóknaráðsins sem grunn fyrr kröfur aðildarríkjanna. Ekki náðist niðurstaða á þessum fundum, en stefnt er að þvcí að hún liggi fyrir í október í síðasta lagi.

Fundað verður aftur í tveimur lotum í júní. Í fyrri lotunni munu strandríkin leggja fram kröfur sínar um hlutdeild í leyfilegum afla.  

Strandríkin eru Ísland, Færeyjar, Noregur, Grænland, Bretland og Evrópusambandið.

Deila: