Steikt rauðspretta með sósu

531
Deila:

Nú fáum við okkur rauðsprettu. Það er einstaklega góður matfiskur með sitt sérstaka bragð. Þetta er bæði hollur og bragðgóður réttur. Það má reyndar nota aðrar fisktegundir í réttinn en rauðsprettan hentar þó best.

Innihald:

800g rauðsprettuflök roð- og beinlaus í fjórum jöfnum stykkjum

½ bolli hveiti

salt og svartur pipar

½ bolli extra virgin ólívuolía

4 msk. smjör

4 -3 hvítlauksgeirar, marðir

2 litlir laukar smátt skornir

1 bolli hvítvín

4 msk. kapers

4 msk. sítrónusafi

Aðferðin: 

Kryddið fiskinn með smávegis af salti og pipar og veltið þeim upp úr hveiti. Hitið olíuna vel á pönnu og steikið fiskinn um það bil í mínútu á hvorri hlið eða þar til hann verður aðeins gullinn. Færið hann þá upp og leggið til hliðar.

Hitið smjörið á sömu pönnu og bætið lauk og hvítlauk út í. Hellið þá víninu út á pönnuna og skrapið botninn með spaða til að losa það sem kann að vera fast við botninn. Bætið þá kapers og sítrónusafanum út í.

Látið suðuna koma upp aftur og sósuna þykkna lítillega. Leggið þá flökin í sósuna og látið þau malla  í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Færið þá fiskinn upp á fat og hellið sósunni yfir hann. Berið fram með soðnum kartöflum og fersku salati að eigin vali.

Deila: