Steikt ýsa með rækjum, stökkum möndlum og hvítlauk

Deila:

Ýsa hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá okkur Íslendingum. Kannski er það vegna þess að okkur þykir hún fallegur fiskur, eða kannski vegna þess að þorskurinn var útflutningsvara sem svangur landinn mátti ekki leggja sér til munns. Annað gilti um ýsuna, hún var á öldum áður engin útflutningsvara. Hvað um það fiskurinn með svörtu röndinni er sérlega góður matur, svo við mælum með þessari fínu uppskrift á vefsíðunni fiskurimatinn.is sem haldið er úti af Norðanfiski.

Innihald:

  • 800 g ýsa
  • 200 g rækjur
  • 160 g heilar möndlur með hýði
  • Salt og pipar
  • Safi úr 1 sítrónu
  • 2 knippi steinselja, söxuð
  • Ólífuolía
  • 100 g smjör

Aðferð:

Saxið möndlurnar í u.þ.b. þrennt og setjið í eldfast mót, blandið smá ólífuolíu og saltið smá. Bakið við 150°C í u.þ.b. 15–20 mín. án þess þó að þær brenni. Bræðið smjörið á pönnu og steikið ýsuna á snarpheitri pönnunni, kryddið með salti og pipar. Stráið yfir söxuðu möndlunum ásamt safanum úr sítrónunni og rækjunum, veltið á pönnunni í smá stund og berið fram.

 

Deila: