Steiktur þorskur með tartarsósu

226
Deila:

Nú höfum við þetta einfalt og gott. Steikjum þorsk og sjóðum kartöflur. Einfaldur og auðveldur réttur.

Innihald:

  • 800g  þorskur roð- og beinlaus skorinn í aflanga litla bita
  • ½ bolli hveiti
  • 2 egg, pískuð
  • 1 bolli brauðraspur
  • 1 tsk. salt
  • 2 hvítlauksgeirar, marðir
  • Olía til steikingar

Aðferðin:

Sláið eggin saman og blandið saman brauðraspi, salti og hvítlauk. Veltið fiskbitunum upp úr hveitinu, síðan eggjahrærunni og loks raspinum og gætið þess að hylja bitana vel.

Hitið olíu á stórri pönnu upp að 180°C steikið fiskibitana uns þeir eru orðnir fallega giltir. Við mælum með soðnum kartöflum, fersku salati og tartarsósu með fiskinum.

Deila: