Steinbítur í kókoskarrý og engifer

Kókosmjólk og karrý fara einstaklega vel saman. Þegar svo í sósuna er kominn hágæða íslenskur fiskur, smávegis af grænmeti og góð hrísgrjón, er búið að útbúa mjög ljúffengan fiskrétt með austurlenski ívafi. Við bendum á steinbít í þennan holla og góða rétt, en auðvitað má nota annan fisk, ef fólk kýs það.

Innihald:

800g steinbítsflök í fjórum jöfnum bitum, roðlaus og beinlaus

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

4 tsk. ólívuolía

3 vorlaukar skornir í 2 sentímetra bita

1 msk. ferskur marinn engifer

1 tsk. túrmerik duft

1 miðlungsstór gulrót skorin í strimla

1 dós kókosmjólk um 4 dl

1 msk rautt karrýmauk eða meira eftir smekk (einnig má nota gott karrýduft t.d. frá Balí)

¼ bolli ferskur kóreander  til skrauts

Aðferð:

Hitið ofninn í 80 gráður.

Kryddið fiskinn með salti og pipar. Hitið 2 msk. af ólífuolíu og steikið fiskinn á báðum hliðum þannig að hann verði fallega gullinn. Færið hann svo yfir á eldfast form og haldið honum heitum í ofninum.

Setjið afganginn af olíunni á pönnuna. Setjið vorlaukinn á pönnuna og mýkið hann í 2-3 mínútur. Bætið þá engifer og  túrmerik útá og hrærið í 1 mínútu eða svo. Bætið þá gulrótunum út á og látið krauma uns þær eru orðnar mjúkar. Færið grænmetið yfir í skál og lokið henni til að halda því heitu.

Hellið nú kókosmjólkinni út á pönnuna og hrærið karrýmaukinu saman við. Látið  vökvann sjóða aðeins niður og bætið við karrý eftir smekk. Einnig má nota gott karrýduft í sósuna. Bætið þá grænmetinu út á pönnuna

Færið fiskinn nú upp á fjóra diska og jafnið sósunni yfir þá. Dreifið loks smávegir af kóreander yfir og berið réttinn fram með soðnum hrísgrjónum.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Litun á laxholdi með náttúrulegum Litarefnum

Lokið er AVS verkefninu „Litun á Laxholdi með náttúrulegum Litarefnum“ og hefur lokaskýrsla verkefnisins nú verið gefin út. ...

thumbnail
hover

Gott úthald rannsóknaskipanna

Þrátt fyrir mjög krefjandi ytri aðstæður vegna Covid faraldursins hafa rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar komist í alla rannsókna...

thumbnail
hover

Samstaðan er okkar sterkasta vopn

Þorlákur Halldórsson, fráfarandi formaður Landssambands smábátaeigenda brýnir félaga sína til samstöðu gegn frumvörpum sjávar...