-->

Steinunn komin heim

Ný Steinunn SF í eigu Skinneyjar/Þinganess er kom til heimahafnar á Höfn í Hornafirði í síðustu viku. Hún er nú komin í Hafnarfjörð og þar verður settur í hana vinnslubúnaður á millidekk, frá Micro, Völku og Kælingu.

Séra Stígur Reynisson, prestur blessaði skipið við heimkomuna. Með honum eru Ingólfur Ásgrímsson og áhöfn skipsins þeir Kristján, Erling. Þorgils, Einar og Kristján.

Skinney er eitt sjö skipa, sem samið var um smíði á við norsku skipasmíðastöðina Vard. Hún er næstsíðasta skipið, sem er afhent úr seríunni. Þinganes í eigu Skinneyjar Þinganess verður síðasta skipið. Það kemur heim rétt fyrir jól.

Áætlað er að Steinunn fari á veiðar um miðjan febrúar. Gamla Steinunn hefur verið tekin upp í slipp og verður afhent á fimmtudaginn til Nesfisks, sem einnig keypti Hvanney í sumar og heitir hún Sigurfari í dag. Loks er Þinganes komið á söluskrá. Nýtt Þinganes er áætlað að komi til Hornafjarðar 21. desember.,

Fyrir utan þessar nýsmíðar komu Þórir og Skinney úr lengingu og miklum endurbótum í sumar. Fyrirtækið fækkar um einn bát eftir þessar breytingar allar. Við þetta breytist útgerðarmynstrið töluvert, því frá stofnun fyrirtækisins hefur  verið gert út á netaveiðar og frá 2005 á snurvoð líka auk togaveiða. Nú verða þau veiðarfæri aflögð og veiðar eingöngu stundaðar á togskipum.  Áætlað er að tvö skipanna stundi humarveiðar næsta sumar, verði þær veiðar leyfðar. Það verða þá Þórir og Skinney yfir  sumartímann, annars verða skipin á fiskitrolli.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skötuselur í karrý og kókoshnetumjólk

Svona rétt fyrir jólin er kannski gott að hafa mat frábrugðinn því sem tíðkast yfir hátíðirnar. Fyrir þá, sem eru bæði sólg...

thumbnail
hover

Þykir ofsalega vænt um íslenskan sjávarútveg

Maður vikunnar byrjaði 13 ára að slægja fisk hjá Stáli og hníf á Ísafirði. Síðan hefur hann verið beintengdur sjávarútveginu...

thumbnail
hover

Samherji birtir pósta máli sínu til...

Greiðslur Kötlu Seafood til ERF 1980 árið 2014 voru til að fá kvóta frá Fishcor, ríkisreknu sjávarútvegsfyrirtæki í Namibíu, ...