-->

Stjórn HB Granda samþykkir kaupin á Ögurvík

Stjórn HB Granda hf. hefur samþykkt samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. sem gerður var 7. september sl. og hefur hún ákveðið að leggja hann fyrir hluthafafund í félaginu til samþykktar. Kaupverðið er 12.3 milljarðar króna en það byggir á niðurstöðum tveggja óháðra matsmanna. Þá vinnur Deloitte á Íslandi skýrslu um kaupin samkvæmt lögum um viðskipti tengdra aðila og verður hún kynnt hluthöfum með fundarboði.  Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupin verða fjármögnuð með eigin fé og lánsfjármagni. Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðs.

Ögurvík ehf. er útgerðarfélag sem gerir út Vigra RE 71 sem er 2.157 tonna frystitogari smíðaður árið 1992. Aflaheimildir félagsins á fiskveiðiárinu sem hófst 1. september 2018 eru 7.680 tonn af botnfiski og 1.663 tonn af makríl miðað við úthlutun árið 2018. Ögurvík hefur rekið útgerð frá Reykjavík í meira en hálfa öld, en Vigri RE er eitt kvótahæsta fiskiskip íslenska flotans. Rekstrartekjur félagsins á árinu 2017 voru 2.197 milljónir króna , 2.160 milljónir kr. árið 2016 og 2.193 milljónir kr. árið 2015. EBITDA félagsins var 348 milljónir króna árið 2017, 366 milljónir kr. árið 2016 og 707 milljónir kr. árið 2015.

„Með kaupunum á Ögurvík breikkar grunnur allrar starfsemi HB Granda. Fiskveiðikvóti félagsins eykst, einkum í verðmætum tegundum eins og þorski en botnfiskkvótinn fer úr 48 þúsund tonnum í 56 þúsund tonn. Tækifæri skapast á aukinni sérhæfingu í veiðum og í landvinnslu. Vinnsla á verðmætari afurðum í landi mun aukast. Þá verður nýting á hráefni og vinnsla á öðrum afurðum hagfelldari og staða félagsins á mörkuðum styrkist með aukinni framleiðslu ekki hvað síst í Asíu þar sem eftirspurn eykst stöðugt. Verð á afurðum félagsins getur því hækkað og arðsemin af aflaheimildum og fjárfestingum í vinnslu eykst af sama skapi. Kaupin á Ögurvík eru í samræmi við áherslur félagins á veiðar og vinnslu tegunda með hærri framlegð og að sækja á arðbæra og vaxandi markaði,“ segir í frétt HB Granda um samþykktina.

Boðað verður til hluthafafundar vegna þessa innan skamms.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...

thumbnail
hover

Líf og fjör í Norðfjarðarhöfn

Það hefur svo sannarlega verið mikið um að vera í Norðfjarðarhöfn síðustu dagana. Veiðiskip koma og fara og flutningaskip koma o...