-->

Stofnstærð ígulkera í sunnanverðum Breiðafirði um 2.700 tonn

Stofnstærð ígulkera í sunnan verðum Breiðafirði er metin um 2.700 tonn. Þetta kemur fram grein um leiðangur sem farinn var í september 2015 þar sem könnuð var stofnstærð og útbreiðsla ígulkera (skollakopps) á aðalveiðisvæði í sunnanverðum Breiðafirði. Til rannsóknanna var notaður ígulkeraplógur og neðansjávarmyndavél.

„Stock Assessment of the Green Sea Urchin (Strongylocentrotus droebachiensis) in Southern Breiðafjörður West Iceland” er nýútgefin grein eftir Guðrúnu G. Þórarinsdóttur sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun, sem fjallar um ígulkerarannsóknir sem fram fóru í sunnanverðum Breiðafirði 2015.

Heildarstærð veiðisvæðis mældist 9.7 kmen það samanstóð af sjö undirsvæðum þar sem þéttleikinn var mismunandi 1,7 – 6,9 einstkl./m2 og tengdist dýpi og botngerð á svæðunum. Meðalþéttleiki allra svæða til samans var 3,5 einstkl./m2, sem leiddi til 2.700 tonna stofnstærðar þegar notuð var meðalþyngd ígulkera frá hverju svæði sem var mismunandi. Veiðihæfni plógsins var metin með því að bera saman fjölda einstkl./m2 sem taldir voru af botnmyndum við fjölda einstkl./m2 sem veiddust síðan í plóginn á sama stað og sama tíma. Veiðihæfnin var mismunandi eftir svæðum og tengdist dýpi og botngerð. Meðalveiðihæfni plógsins var metin 29%.”

Hlekkur á greinina.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...

thumbnail
hover

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í gær við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið ...