-->

Stór og falleg demantssíld

Beitir NK kom til Neskaupstaðar í fyrrakvöld með 1.100 tonn af síld og hófst vinnsla á aflanum strax í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.

Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Sturlu Þórðarson skipstjóra og spurði fyrst hvar síldin hefði fengist. „Við fengum þetta sunnarlega í Héraðsflóanum. Það var töluvert af síld að sjá þarna og það hefur víða orðið vart við síld hér austur af landinu. Þetta er góð síld sem um er að ræða – stór og falleg demantssíld. Aflinn fékkst í fjórum holum og það er reynt að draga stutt. Mér líst ágætlega á framhaldið. Það lítur allt út fyrir að þetta verði fínasta vertíð,“ segir Sturla.
Ljósmynd Guðlaugur B. Birgisson.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vaxandi tekjur af fiskeldi

Útflutningstekjur af fiskeldi jukust úr 9,6 milljörðum króna árið 2016 í 29,3 milljarða króna á síðasta ári. Um er að ræða ...

thumbnail
hover

Fundað um uppsjávarveiðar í London

Þessa dagana standa yfir í London viðræður strandríkja um veiðistjórnun á makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld. Samtímis fa...

thumbnail
hover

Uppsjávarveiðarnar blómstra

Þegar þetta er ritað er verið að ljúka við að landa 1.600 tonnum af norsk-íslenskri síld úr Beiti NK í Neskaupstað. Að sjálfs...