
Strandveiðibátar lönduðu 410 tonnum í Bolungarvík í júlí
Alls var landað 1.155 tonnum af bolfiski í Bolungavíkurhöfn í síðasta mánuði. Strandveiðibátar komu með um 410 tonn og sjóstangveiðibátar lönduðu um 23 tonnum.
Togarinn Sirrý reri ekkert í júlí og sömu sögu er að segja um línubátana. Fjórir aðkomubátar á línu lönduðu 32 tonnum, hver þeirra eftir einn róður.
Fjórir snurvoðarbátar veiddu vel í mánuðinum og komu með nærri 635 tonn. Ásdís ÍS var þeirra aflahæst með 229 tonn. Þorlákur ÍS veiddi 183 tonn, Finnbjörn ÍS 161 tonn og Bárður SH var með 85 tonn, en aðeins eftir 2 róðra.
Tengdar færslur
Stuðla að grænum skrefum í sjávarútvegi
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða (aflvísir...
Íþyngjandi gjaldtaka hægir á verðmætasköpun í...
„Gjaldtaka í sjókvíaeldi er umfangsmeiri en í flestum öðrum atvinnugreinum hér á landi. Flest fyrirtæki greiða hefðbundin gjöl...
Mikið óveitt af ufsa
Mikið er óveitt af ufsa nú þegar fiskveiðiárinu er að ljúka. Það er svipuð staða og í fyrra. Kvótinn nú er 78.700 tonn, aflin...