-->

Strandveiðibátarnir komnir yfir þúsund tonn

Að loknum 9 dögum á strandveiðum er aflinn 1.003 tonn sem er fimmtungi minna en á sama tíma í fyrra.  Að sama skapi eru nú færri bátar á veiðum, 352 sem landað hafa afla á móti 435. Farið er yfir stöðuna á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda:

Fækkun báta og minni afli er sláandi á svæði B.  Aflinn þar innan við 40% af því sem komið var á land í fyrra.

Á svæði D er hins vegar betri þátttaka í veiðunum, 90 bátar byrjaðir á móti 85 í fyrra.

Fimm bátar eru komnir með yfir 7 tonn, fjórir af þeim hafa náð að róa alla 9 dagana (eiga því aðeins 3 daga eftir í maí), en einn þeirra með 8 daga.

Samkvæmt útgefinni reglugerð er viðmiðunarafli 10.200 tonn, heildaraflinn sem kominn er á land er því rétt innan við 10%.

Í maí eru 16 dagar til strandveiða og hefur hver bátur heimild til að nýta 12 af þeim.

Strandveiðar í maí 2018

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast heimilar eldi á sæeyrum í...

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um...

thumbnail
hover

Gat á kví við Vattarnes –...

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í...

thumbnail
hover

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði...

Kaldbakur EA 1 – togari Útgerðarfélags Akureyringa – landaði 110 tonnum á Akureyri í gærmorgun, uppistaða aflans var þo...