-->

Strandveiðibáti bjargað

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út á þriðja tímanum í gær vegna vélarvana strandveiðibáts sem rak að skeri við Ingólfsgrunn á Húnaflóa. Þyrlan var á flugi við Snæfellsnes þegar útkallið barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Annar strandveiðibátur í grenndinni var einnig beðinn um að halda á staðinn til aðstoðar. Einn var um borð í bátnum og tókst honum að setja akkeri bátsins út sem kom í veg fyrir að báturinn steytti á skerinu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á svæðið þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í þrjú. Þyrlan var til taks á meðan báturinn var tekinn í tog af strandveiðibátnum sem kom til aðstoðar. Vel gekk að koma línu á milli bátanna en þeir héldu á Drangsnes.

Þetta var í annað sinn í gær sem þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út en skömmu fyrir hádegi var óskað eftir þyrlu vegna manns í sjónum við Álftanes. Maðurinn fannst um það leyti sem þyrlan var að hefja sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og...

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðs...

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...