-->

Stutt en snörp kolmunnalota

Síðari hálfleikur snarprar kolmunnalotu hófst í lok síðustu viku í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar þegar byrjað var að landa 1.950 tonnum úr Ísleif til bræðslu. Kap kom til hafnar skömmu síðar með 1.500 og beið löndunar og Huginn var á heimleið líka af miðunum sunnan Færeyja með 1.900 tonn. Skipin eru öll að koma úr öðrum túr sínum á kolmunna.

„Afköst verksmiðjunnar í kolmunna eru 700-800 tonn á sólarhring. Við bræddum í átta sólarhringa í fyrri hálfleik og svo var hlé. Nú er hafinn síðari hálfleikur og verður að lágmarki 8 til 9 sólarhringar. Líklega fer leikurinn í framlengingu og þá má ætla að uppbótartíminn verði 5 sólarhringar,“ segir Unnar Hólm Ólafsson verksmiðjustjóri.

Ísleifur fer nú í slipp fyrir sunnan til undirbúnings makrílvertíð en Kap og Huginn taka í þriðja og síðasta kolmunnatúrinn hvort skip og klára kvóta VSV og Hugins, samtals um 14.000 tonn.

„Ég er ánægður með ganginn í þessu. Fínn fiskur og veiðarnar hafa gengið ágætlega,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Virkt ábendingarkerfi  hjá Faxaflóahöfnum

Virkt ábendingarkerfi hefur verið hjá Faxaflóahöfnum allt frá árinu 2016. Í gegnum kerfið er unnið að umbótaverkefnum sem leiða...

thumbnail
hover

Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á ski...

thumbnail
hover

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sv...