Svipað mælist af kolmunna við Færeyjar og í fyrra

Deila:

Nýlokið er rannsóknaleiðangri Færeyinga á kolmunnasvæðinu sunnan við Færeyjar. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að um svipað magn er að ræða og í fyrra. Að mestu leyti eru það árgangar 2013 og 2014.

Einnig fékkst nokkuð að af smærri kolmunna, mest af 2017 árganginum. Hans hefur ekki orðið mikið vart til þessa og því ekki vitað enn hver vöxtur og viðangur hans kann að verða.

Leiðangur Færeyinga var hluti af alþjóðlegum leiðangri sem skipaður var skipum frá Noregi, Írlandi, Hollandi og Spáni. Þau skip hafa kannað svæðið sunnan lögsögu Færeyja. Niðurstöður allra skipanna verða reiknaðar saman og stofnstærðarmatið kynnt seinni hluta aprílmánaðar.

Myndin sýnir útbreiðslu kolmunna suður af Færeyjum í apríl 2019.

 

Deila: