-->

Svipaðu afli strandveiðibáta í ágúst

Veiðar strandveiðibáta hafa gengið með svipuðum hætti og í fyrra. Eftir 4 veiðidaga í mánuðinum er aflinn 468 tonn, en var í fyrra 449 tonn. Reyndar eru bátarnir nú nærri 80 fleiri en í fyrra og landanir 80 fleiri.

Fyrir vikið er afli á bát nú 758 kíló en var 833 kíló í fyrra. Þá er afli í róðri líka minni en afli á dag að meðaltali er 117 tonn, sem er 5 tonnum meira en í fyrra. Það skýrist með fjölgun bátanna.

Þegar litið er á allt tímabilið í ár er aflinn orðinn 8.686 tonn, sem er 937 tonnum meira en í fyrra.  Vegna fjölgunar báta eru landanir mun fleiri en í fyrra. Afli á bát að meðaltali er rétt rúm 14 tonn, sem er litlu minna en í fyrra. Veiðidagar á bát nú eru 21,7, en voru 21,9 í fyrra.

Leyfilegur heildarafli í ár er 11.000 tonn og hafa nú 70% þess verið veidd. Ljóst er því að því marki verður ekki náð á þeim veiðidögum sem eftir eru í ágúst.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skötuselur í karrý og kókoshnetumjólk

Svona rétt fyrir jólin er kannski gott að hafa mat frábrugðinn því sem tíðkast yfir hátíðirnar. Fyrir þá, sem eru bæði sólg...

thumbnail
hover

Þykir ofsalega vænt um íslenskan sjávarútveg

Maður vikunnar byrjaði 13 ára að slægja fisk hjá Stáli og hníf á Ísafirði. Síðan hefur hann verið beintengdur sjávarútveginu...

thumbnail
hover

Samherji birtir pósta máli sínu til...

Greiðslur Kötlu Seafood til ERF 1980 árið 2014 voru til að fá kvóta frá Fishcor, ríkisreknu sjávarútvegsfyrirtæki í Namibíu, ...