Svolítið óþægileg lífsreynsla

Samkvæmt vegabréfinu er hann Akurnesingur og vinnur sem þjónustumaður hjá Völku. Hann fór í fyrsta sinn á sjó 12 ára gamall. Honum finnst indverskur matur góður og langar í heimsreisu með fjölskyldunni.

Nafn: Úlfar Finnsson.

Hvaðan ertu?

Ég veit aldrei hverju ég á að svara þegar ég er spurður að þessari spurningu. En vegabréfið segir Akranes, svo ég fylgi því.

Fjölskylduhagir?

Á eiginkonu og eina litla skottu.

Hvar starfar þú núna?

Þjónustumaður hjá Völku ehf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég fór í fyrsta skiptið á sjó líklegast eitthvað í kringum 12 ára aldurinn, fór nú reyndar bara tvo róðra og þeir verða að öllum líkindum ekki fleiri. Sumarið 2008, þegar ég var 16 ára, byrjaði ég hjá Skinney Þinganes á Hornafirði og hef verið meira og minna í sjávarútvegi síðan þá.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er gaman að sjá hversu hratt tækninni fer fram í fiskvinnslum, en það sem stendur uppúr er líklegast allt fólkið sem maður fær að kynnast í starfinu.

En það erfiðasta?

Þegar maður er staddur í fiskvinnslu í vinnslustoppi, og það eru 100 manns að fylgjast með þér gera einhverjar hundakúnstir.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Á leiðinni til Rússlands þegar ég var að ferðast í bíl á milli landamæra Noregs og Rússlands, þá keyrðum við í gegnum hernaðarsvæði. Þar mættum við skriðdrekum og allskyns herbílum. Svo eru nokkur hlið sem þarf að keyra í gegnum á leiðinni í gegnum svæðið, þar er bíllinn stoppaður og fullklæddir hermenn með riffla koma inn í bíl til þín og fá að sjá vegabréfin áður en þér er hleypt áfram. Svo ferðu í gegnum vopnaleitarhlið og maður er náttúrulega með allskyns verkfæri og búnað sem ekki er auðvelt að gera grein fyrir til hvers er notaður, þetta var svolítið óþægileg lífsreynsla.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Án efa núverandi vinnufélagi minn hann Dusan Loki Markovic.

Hver eru áhugamál þín?

Fjallahjól, ferðast um óbyggðirnar fótganandi og á bíl. Einnig finnst mér hrikalega gaman að versla á AliExpress.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Indverskur.

Hvert færir þú í draumafríið?

Draumurinn væri að fara með fjölskyldunni í langa reisu þar sem komið væri m.a. við í Vietnam, Singapore, Japan, Ástralíu, Madagascar og Galápagos.

 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Fizza

Samkvæmt könnun sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi létu gera vilja margir landsmenn borða meira af fiski. En svo virðist sem fó...

thumbnail
hover

Skrýtið að þjóna til altaris

Maður vikunnar nú er fæddur Gaflari en á báðar ættir að rekja norður. Hann býr á Eskifirði en vinnur á Seyðisfirði. Hann hefu...

thumbnail
hover

Vill allt að 50.000 tonna fiskeldi...

„Fiskeldið er nú þegar einn af burðarásum atvinnulífsins og svo verður í framtíðinni, það er engin spurning. Starfsemi fiskeld...