-->

Syngja saman í kaffitímum

Maður vikunnar að þessu sinni er langt að komin. Hún er frá Filippseyjum en starfar nú við gæðaeftirlit í fiskvinnslu Brims á Norðurgarði. Hún hefur áhuga á að ferðast um landið og lambahryggur er uppáhaldsmaturinn hennar

Nafn:

Hermina Rós Jamora 

Hvaðan ertu?

Jagna Bohol Filippseyjum.

Fjölskylduhagir?

Fjölskylda mín er nokkur stór, við erum alls 14. Hluti af fjölskyldunni býr erlendis, í Evrópu  og Filippseyjum. Ég á eina dóttur og einn son, tvær systur mínar búa á Íslandi. Maðurinn minn er Íslendingur hann á þrjú börn. 

Hvar starfar þú núna?

Ég er fiskvinnslukona og vinn hjá Brimi Norðurgarði 7. Eftir 5 ár í fiskvinnslu varð ég valin að vinna við gæðaeftirlit hjá HB-Granda sem er Brim í dag. Ég vinn með systir minni Lovísu sem hefur unnið mjög lengi við gæðaeftirlit. 

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég hóf störf árið 2004 hjá HB-Granda. 

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Vera með skemmtilegu fólki í Brim, tengjast því og búa til skemmtilegar minningar með þeim. 

En það erfiðasta?

Næturvinna finnst mér erfið. Það er svo erfitt að þurfa snúa sólarhringnum við. 

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Minn allra besti vinnufélagi er Dögg. Hún er alltaf að kenna mér betri íslensku  og það er svo yndislegt að hafa hana mér við hlið hún er eins og mamma mín, svo eigum það til að syngja saman í kaffitímum á íslensku, íslensk lög. 

Hver eru áhugamál þín?

Útivera. Ferðast um landið okkar og búa til fallegar minningar. 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambahryggur 😉 

Hvert færir þú í draumafríið?

Ég myndi fara heim til Filippseyja, Bohol og njóta með fjölskyldunni.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og...

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðs...

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...