-->

Tæplega þriðjungsaukning fiskafla í apríl

Heildarafli í apríl 2021 var tæplega 115 þúsund tonn sem er 30% aukning frá því í apríl 2020. Botnfiskafli var rúmlega 47 þúsund tonn samanborið við 45 þúsund tonn í apríl í fyrra. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða rúm 23 þúsund tonn. Uppsjávarafli í apríl var nær eingöngu kolmunni, 65 þúsund tonn samanborið við tæp 42 þúsund tonn í apríl árið á undan.

Á tólf mánaða tímabili, frá maí 2020 til apríl 2021, var heildaraflinn rúmlega 1,1 milljón tonn sem er 15% meira magn en var landað á sama tólf mánaða tímabili ári áður. Þar af var uppsjávarafli 595 þúsund tonn, botnfiskafli 479 þúsund tonn og flatfiskafli tæp 26 þúsund tonn.

Afli í apríl 2021 metinn á föstu verðlagi bendir til 8,8% verðmætaaukningar miðar miðað við apríl í fyrra.

Fiskafli
  Apríl Maí-apríl
2020 2021 % 2019-2020 2020-2021 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 86,3 93,9 8,8
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 88.751 115.477 30 965.685 1.105.783 15
Botnfiskafli 44.528 47.491 7 464.608 479.233 3
Þorskur 23.238 23.123 0 269.605 282.757 5
Ýsa 4.440 5.211 17 49.085 56.997 16
Ufsi 5.099 5.630 10 60.797 54.075 -11
Karfi 4.637 4.988 8 53.013 52.623 -1
Annar botnfiskafli 7.114 8.538 20 32.108 32.782 2
Flatfiskafli 2.044 2.050 0 20.513 25.536 24
Uppsjávarafli 41.915 65.013 55 471.817 595.185 26
Síld 0 0 138.084 134.273 -3
Loðna 0 0 0 70.726
Kolmunni 41.707 65.012 56 205.653 238.857 16
Makríll 208 1 -99 128.078 151.327 18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 1 1 -11
Skel- og krabbadýraafli 264 917 247 8.745 5.813 -34
Annar afli 0 5 3 16 501

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu Hagstofunnar eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hafsbotninn kortlagður

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt af stað í kortlagningu hafsbotnsins þann 23. júní og mun leiðangurinn standa til 1. júlí....

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...