Tæplega þriðjungsaukning fiskafla í apríl

90
Deila:

Heildarafli í apríl 2021 var tæplega 115 þúsund tonn sem er 30% aukning frá því í apríl 2020. Botnfiskafli var rúmlega 47 þúsund tonn samanborið við 45 þúsund tonn í apríl í fyrra. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða rúm 23 þúsund tonn. Uppsjávarafli í apríl var nær eingöngu kolmunni, 65 þúsund tonn samanborið við tæp 42 þúsund tonn í apríl árið á undan.

Á tólf mánaða tímabili, frá maí 2020 til apríl 2021, var heildaraflinn rúmlega 1,1 milljón tonn sem er 15% meira magn en var landað á sama tólf mánaða tímabili ári áður. Þar af var uppsjávarafli 595 þúsund tonn, botnfiskafli 479 þúsund tonn og flatfiskafli tæp 26 þúsund tonn.

Afli í apríl 2021 metinn á föstu verðlagi bendir til 8,8% verðmætaaukningar miðar miðað við apríl í fyrra.

Fiskafli
  Apríl Maí-apríl
2020 2021 % 2019-2020 2020-2021 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 86,3 93,9 8,8
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 88.751 115.477 30 965.685 1.105.783 15
Botnfiskafli 44.528 47.491 7 464.608 479.233 3
Þorskur 23.238 23.123 0 269.605 282.757 5
Ýsa 4.440 5.211 17 49.085 56.997 16
Ufsi 5.099 5.630 10 60.797 54.075 -11
Karfi 4.637 4.988 8 53.013 52.623 -1
Annar botnfiskafli 7.114 8.538 20 32.108 32.782 2
Flatfiskafli 2.044 2.050 0 20.513 25.536 24
Uppsjávarafli 41.915 65.013 55 471.817 595.185 26
Síld 0 0 138.084 134.273 -3
Loðna 0 0 0 70.726
Kolmunni 41.707 65.012 56 205.653 238.857 16
Makríll 208 1 -99 128.078 151.327 18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 1 1 -11
Skel- og krabbadýraafli 264 917 247 8.745 5.813 -34
Annar afli 0 5 3 16 501

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu Hagstofunnar eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

 

Deila: