Tæplega tvöföldun fiskafla í júní

94
Deila:

Afli íslenskra fiskiskipa var tæplega 62 þúsund tonn í júní 2020. Botnfiskafli jókst um 23%. Þorskafli var um 35 þúsund tonn, 6355 tonnum meira en árið áður. Tæpum 22,3 þúsund tonnum af uppsjávarafla var landað í júní 2020. Megin uppistaða þess afla var kolmunni, um 13,5 þúsund tonn og makríll 7 þúsund tonn. Enginn uppsjávarafli veiddist í júní í fyrra. Einnig varð aukning í flatfiskafla um 54% og í skelfiskafla um 14%.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júlí 2019 til júní 2020 var rúmlega 999 þúsund tonn sem er 7% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.

Afli í júní, metinn á föstu verðlagi, var 38,2% meiri en í júní 2019.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu Hagstofu Íslands eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

Fiskafli
  Júní Júlí-júní
2019 2020 % 2018-2019 2019-2020 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 55,1 76,2 38,2
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 31.627 61.962 96 1.080.276 999.447 -7
Botnfiskafli 28.440 34.963 23 488.963 465.329 -5
Þorskur 14.826 21.181 43 276.138 276.169 0
Ýsa 1.827 2.660 46 59.098 49.328 -17
Ufsi 5.290 4.664 -12 68.699 56.618 -18
Karfi 3.387 4.149 23 54.166 52.875 -2
Annar botnfiskafli 3.110 2.309 -26 30.862 30.339 -2
Flatfiskafli 2.710 4.167 54 25.921 21.588 -17
Uppsjávarafli 0 22.289 553.879 504.259 -9
Síld 0 1.714 124.072 139.798 13
Loðna 0 0 0 0
Kolmunni 0 13.515 293.771 228.959 -22
Makríll 0 7.060 136.036 135.500 0
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 1 4.119
Skel-og krabbadýraafli 477 544 14 11.511 8.269 -28
Annar afli 0 1 2 68

 

Deila: