Tankskip kom með lýsi til Grindavíkur

260
Deila:

Tankskipið Key Bora frá Gibraltar kom til Grindavíkur í síðustu viku með fiskiolíu fyrir Lýsi hf. Fiskiolíunni er dælt í tanka í Grindavík til geymslu. Það er svo flutt í smærri skömmtum í verksmiðju Lýsis á Granda til hreinsunar og síðan flutt utan á ný í stórum umbúðum.
Fiskiolían er upprunalega ættuð frá Suður-Amerku, en skipið sótti olíuna til Belgíu. Það hélt svo héðan til Esbjerg í Danmörku.

Skipið er smíðar árið 2006. Það er 93 metrar að lengd og 15 metra breytt og 2677 tonn. Djúprista er 5,3 metrar og það ber um 3.000 tonn af lýsi eða öðrum vökva. Svona stórt skip er þungt í vöfum og því var hafnsdögubáturinn Bjarni Þórarinsson notaður til að ýta því á rétta braut innan hafnarinnar.

Ljósmynd. Hjörtur Gíslason.

Deila: