-->

TF Eir sótti slasaðan skipverja

Skipstjóri frystitogara sem staddur var 40 sjómílur austur af Norðfjarðarhorni hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í gær og óskaði eftir aðstoð vegna slasaðs skipverja um borð. Eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið að kalla út áhöfnina á TF-EIR til að sækja manninn.

Um átta leytið í gærmorgun var TF-EIR komin að skipinu og hífði manninn um borð. Ákveðið var að fljúga með hann til Egilsstaða. Þar beið sjúkraflugvél Mýflugs sem kom honum undir læknishendur í Reykjavík.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ekkert banaslys þriðja árið í röð

Ekkert banaslys varð til sjós við Ísland í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem enginn ferst við störf um borð í íslensku...

thumbnail
hover

Sigurður Davíð Stefánsson til Sjávarklasans

Sigurður kláraði BSc í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2017. Hann lauk síðan meistaranámi sínu í rekstrar...

thumbnail
hover

Stuðla að bættri bátavernd

Samband íslenskra sjóminjasafna gaf nýverið út fornbátaskrá og leiðarvísi við mat á varðveislugildi eldri báta og skipa. Útgá...