-->

Það ferska fer í frost

Nú, þegar veitingarhús, hótel og ferskfisksalar um allan heim eru hættir slíkum viðskiptum að mestu leyti vegna faraldurs Coronaveirunnar, hefur eftirspurn eftir ferskum fiski hrunið. Á hinn bóginn hafa fisksalar snúið sér að frystum fiski og hefur eftirspurn eftir honum rokið upp. Samkvæmt fréttavefnum intrafish.com hefur aukning á innfluttum frystum og niðursoðnum fiski til Bandaríkjanna tvöfaldast og er svipaða sögu að segja af umheiminum öllum

Fiskiðnaðurinn er að endurskipuleggja sig, vegna dvínandi ferskfiskmarkaða og er þegar farinn að breyta framleiðslulínum sínum yfir í frystingu, ýmist að hluta til eða að öllu leyti. „Við sjáum nú þegar mikla aukningu í eftirspurn í lausnum sem byggjast á frystingu,“ segir Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skagans 3X í Evrópu. „Þegar við stöndum frammi fyrir þessari áskorun fiskiðnaðarins, erum við stolt yfir því að geta orðið við óskum viðskiptavina okkar án tafar með búnaði sem gerir þeim kleift að vinna frystar afurði í hæsta gæðaflokki á hagkvæman hátt og koma þeim út á markaðina með hraði.

Tæknilausnir í eftirspurn

Eitt af kerfunum sem nú er sóst eftir er „Automotic Contact Freezer“. Frystinn er fljótvirkur láréttur skápur. „Frystirinn er alveg sjálfvirkur og fáanlegur í ýmsum stærðu og frystigetu upp á allt að 100 tonn sólarhring,“ segir Ragnar og því er hann frábær lausn fyrir marga framleiðendur sem vilja koma afurðum sínum í hæsta gæðaflokki út á markaðina sem allra fyrst.“

Annað kerfi sem nú er orðið eftirsótt er fyrir lausfrystingu er ConTech IQF Freezer. Ragnar segir að frystirinn sé sveigjanlegur og hraðvirkur. Sérstakt færiband ,TCAB, bæti nýtingu og frysti um 40% hraðar en hefðbundnir lausfrystar.

Ragnar segir að biðtími eftir frystunum sé stuttur, en fyrirtækið leggi áherslu á að hraða framleiðslunni. „Við verður, eins og fiskiðnaðurinn, að vera fljótir að bregðast við breytingum og grípa tækifærin sem okkur bjóðast. Með því að vinna náið með viðskiptavinum okkar náum við að svara þörfum þeirra,“ segir Ragnar.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Kolmunnaskipin bíða skimunar

Kolmunnaskipin liggja enn í Norðfjarðarhöfn og bíða áhafnir þeirra eftir niðurstöðu skimunar fyrir Covid-19. Ráðgert er að hal...

thumbnail
hover

Lítil sókn í grásleppuna

Lágt afurðaverð hefur dregið úr sókn í grásleppuveiðar í upphafi vertíðar. Kínverjar kaupa enga grásleppu og hrognaverð er l...

thumbnail
hover

Fiskverð lækkar

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna og útvegsmanna, sem haldinn var 3. apríl 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjara...