-->

Það kemur út bók einn daginn

Það er gott að hafa góðan haus, hvernig sem á það er litið. En maður vikunnar að þessu sinni hefur ansi marga hausa í takinu, enda er hann framkvæmdastjóri Haustaks á Reykjanesi. Hann vinnur við að þurrka hausa og hryggi sem fara á markaði í Nígeríu og þar er af nógu að taka.

Nafn:

Víkingur Þórir Víkingsson.

Hvaðan ertu?

Ólafsvík.

Fjölskylduhagir?

Giftur Rakel Hákonardóttir og við eigum þrjú börn þau Sólbrúnu Ernu 19 ára, Hákon Mána 16 ára og Ermengu Sunnu 8 ára.

Hvar starfar þú núna?

Framkvæmdastjóri Haustaks hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

11 ára 1988 í Stakkholti Ólafsvík.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fólkið og að þetta er mjög lifandi bransi

En það erfiðasta?

Ef maður hugsar í lausnum þá er ekkert erfitt, nema slys á fólki.  

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ég á margar mjög skrítnar og fyndnar sögur af mínum ferðalögum til Nígeríu (það kemur út bók einn daginn, er búinn að lofa Gunnari Tómassyni því)

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það eru svo margir góðir erfitt að gera upp á milli, en við pabbi erum búnir að vinna saman í 20 ár hér hjá Haustaki.

Hver eru áhugamál þín?

Það er öll hreyfing, ég hef stundað júdó í 32 ár og er enn að, ferðlög með fjölskyldu og vinum.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

 Naut og bernaise.

Hvert færir þú í draumfríið?

Skíðaferð með fjölskyldunni til Ítalíu.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sindri VE breyttist í frystitogarann Campelo...

Togarinn Sindri VE-60, upprunalega Páll Pálsson ÍS-102, er kominn til veiða við Afríkustrendur sem frystitogarinn Campelo 2. Hann er g...

thumbnail
hover

Þorskurinn að færa sig af hefðbundinni...

Merkingarnar á þorski í fyrra benda til að þorskur hafi fært sig af hefðbundinni fæðuslóð fyrir norðvestan land yfir á norðari...

thumbnail
hover

Veiðar á þorski, ýsu og ufsa...

Óháð vottunarnefnd á vegum írsku vottunarstofunnar Global Trust/SAI Global hefur endurvottað veiðar á þorski, ýsu og ufsa á Ísla...