-->

Þakkir til Sigurðar Guðjónssonar

Sigurður Guðjónsson lét af störfum sem forstjóri Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna um síðastliðin mánaðamót. Sigurður var fyrsti forstjóri hinnar nýju stofnunar sem varð til með sameiningu Veiðimálastofnunar og Hafrannsóknastofnunar árið 2016. Áður hafði Sigurður starfað sem forstjóri Veiðimálastofnunar frá árinu 1997. Þorsteinn Sigurðsson, nýráðinn forstjóri stofnunarinnar ritar eftirfarandi pistil á heimasíðu stofnunarinnar:

„Sigurður leiddi sameiningu stofnananna og mótun hinnar nýju stofnunar en umtalsverð áskorun og mikil vinna fólst í að sameina tvær grónar stofnanir og endurskipuleggja starfsemina samkvæmt nýjum lagaramma og móta reksturinn. Á þeim árum sem Sigurður starfaði á Hafrannsóknastofnun hefur stofnunin tekist á við margar áskoranir og náð mikilvægum áföngum. Má þar nefna aðlögun nýrra höfuðstöðva að þörfum rannsóknastarfseminnar og flutning stofnunarinnar í nýtt húsnæði í Hafnarfirði, en mikil hagræðing er fólgin í að hafa starfsemina og útgerð rannsóknaskipa á sama stað.

Unnið hefur verið að undirbúningi, hönnun og gerð útboðslýsinga fyrir smíði nýs rannsóknaskips sem mun leysa eldra skip stofnunarinnar af hólmi og bæta möguleika og aðstöðu til hafrannsókna. Á síðustu árum hafa miklar áskoranir fylgt uppbyggingu fiskeldis hér á landi og beitti Sigurður sér fyrir gerð og innleiðingu áhættumats fyrir laxeldi í sjó til að lágmarka áhrif þess á umhverfið. Þá kom hann á auknu samstarfi Hafrannsóknastofnunar og Háskóla Íslands þar sem markmiðið er að efla kennslu og rannsóknir á umhverfi og lífríki hafs og vatna.

Á þessum tímamótum þakkar stofnunin Sigurði fyrir vel unnin störf á annasömum tímum og óskar honum velfarnaðar í nýjum áskorunum.“

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast heimilar eldi á sæeyrum í...

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um...

thumbnail
hover

Gat á kví við Vattarnes –...

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í...

thumbnail
hover

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði...

Kaldbakur EA 1 – togari Útgerðarfélags Akureyringa – landaði 110 tonnum á Akureyri í gærmorgun, uppistaða aflans var þo...