Þarinn tugmilljarða virði?

556
Deila:

Íslenski sjávarklasinn hefur birt nýja greiningu um tækifæri í þaraskógum við Ísland á bæði íslenski og ensku. Þar er spurt hvort víðfeðmir þaraskógar við Íslandsstrendur geti orðið enn ein stoðin í eflingu landsins sem matvæla- og heilsuefnalands?

Þang  og þara má finna allt í kringum landið og talið er að nýta megi mun meira af honum á sjálfbæran hátt en gert er í dag  og búa til atvinnugrein sem velt getur tugum milljarða. Þá eru rannsóknir að sýna að efni sem unnin eru úr þangi hafa margháttuð lækninga- og forvarnagildi. Þar hefur m.a. komið efni unnin úr rauðþörungum (red algae) kunna að nýtast í baráttunni við veirufaraldra.

„Samkvæmt athugun Sjávarklasans eru nú 15 fyrirtæki sem hafa nýtt eða eru að hefja nýtingu á þara á einhvern hátt. Í samanburði við mörg önnur ríki verður það að teljast afar gott.

Með því að auka fjárfestingar og rannsóknarstyrki á þessu sviði getur Ísland skapað sér sess á meðal forystuþjóða í fullnýtingu þara og breytt þannig atvinnugrein sem í dag er með fjölmarga litla sprota, yfir í öflugan matvæla- og heilsuefnaiðnað um allt land,“ segir í greiningunni.

Greininguna í heild sinni má nálgast hér.

 

Deila: