„Þetta má ekki gerast“

Deila:
„Það er samdóma álit okkar allra að þetta má ekki gerast,“ segir Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna um þau áform stjórnvalda að Landhelgisgæslunni verði gert a selja TF-SIF, eftirlits- björgunar- og sjúkraflugvél Gæslunnar. Í skeyti til félagsmanna sinna í morgun segir Árni að fyrir hönd félagsins sé hann að vinna, ásamt fleirum, að því að fá þessari ákvörðun dómsmálaráðherra breytt.
„Ég átti fundi í gær með LHG og Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA. Áður áttum við Páll Ægir fund með stýrimönnum flugvélarinnar. Í dag mun ég reyna að ná eyrum ráðamanna þjóðarinnar. Við gerum allt sem við getum til þess að gæta hagsmuna sjófarenda og flugfarþega í Íslenskri lögsögu og því flugumferðarsvæði sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til þess að hafa umsjón með. Það er samdóma álit okkar allra að þetta má ekki gerast.“
Deila: