Þjónustustöð fiskeldis rís á Eskifirði

„Senn líður að lokum byggingar þjónustustöðvar fiskeldis hjá Egersund Ísland á Eskifirði. Stöðin samanstendur af þvottatromlu fyrir fiskeldispoka, fullkomnu affallshreinsikerfi, starfsmannaaðstöðu og litunarhúsi.

Starfsemi þjónustunnar hefur þegar vaxið fiskur um hrygg en samhliða þvotti og þjónustu á eldispokum hefur fyrirtækið einnig hafið þjónustu við tæknibúnað frá systurfélaginu AKVA Group í Noregi.

Er það markmið félaganna tveggja að veita alhliða þjónustu við fiskeldi á Íslandi og hefur fyrsta skrefið þegar verið tekið,“ segir Benedikt Ernir Stefánsson fulltrúi Egersund á Íslandi í færslu sinni á Facebook.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Einum og mikið af því góða

Beitir NK kastaði á síldarmiðunum austur af landinu um hádegi í gær. Dregið var í um 40 mínútur og reyndist aflinn vera 1.320 ton...

thumbnail
hover

„Áströlsku stelpurnar“ heimsóttu Fáskrúðsfjörð

Undanfarnar tvær vikur hafa tvær konur frá Ástralíu verið í heimsókn á Fáskrúðsfirði. Það er langt ferðalag að ferðast fr...

thumbnail
hover

Taka ákvörðun um makrílbætur á næstu...

Sjávarútvegsfyrirtæki sem fengu minni makrílkvóta úthlutað á árunum 2011 til 2014 en lög gerðu ráð fyrir, bræða nú með sér...