Þorskkvóti Norðmanna 316.000 tonn

Deila:

Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur nú gefið út endanlegar veiðiheimildir fyrir þorsk, ýsu og ufsa norðan 62. beiddargráðu, sem er nokkru norðan við Bergen og norður í Barentshaf. Endanlegur þorskkvóti verður 316.320 tonn, af ýsu má veiða 96.212 tonn og af ufsa 131.865 tonn.

Þorskveiðar á þessum slóðum gengu vel í fyrra og veiðar umfram kvóta voru 17.636 tonn, sem komu til frádráttar kvótanum í ár.

Ýsukvótinn náðist hins vegar ekki í fyrra. Eftir stóðu 18.512 tonn, sem er meira en leyfilegt er að flytja milli ára. Því komu aðeins 9.523 tonn til viðbótar kvóta þessa árs. Ufsaveiðar fóru umfram heimildir og drógust því 2.135 frá kvóta þessa árs.

Deila: