Þór í fyrsta sinn í Kópavogi

167
Deila:

Varðskipið Þór lagðist að bryggju í Kópavogi í gærmorgun eftir vel heppnaðar framkvæmdir séraðgerðasveitar og áhafnarinnar á Þór á flaki El Grillo í Seyðisfirði. Búnaði, sem notaður var við steypuvinnuna, var komið í land auk þess sem liðsmenn séraðgerðasveitar fóru frá borði.

Eftir því sem næst verður komist var þetta í fyrsta sinn sem Þór leggst að bryggju í Kópavogi.

Þegar búið var að losa búnað og mannskap frá borði hélt skipið aftur til eftirlits- og löggæslustarfa á hafinu.

 

 

Deila: