Þorlákur gefur ekki kost á sér

101
Deila:

Þorlákur Halldórsson formaður Landssambands smábátaeigenda hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs á aðalfundi félagsins þann 15. október næstkomandi. Þorlákur var kosinn rússneskri kosningu á síðasta aðalfundi og hefur því verið formaður í eitt kjörtímabil.

Aðspurður um ástæður þessa, svaraði formaður því til að starfið kostaði gríðarlega yfirlegu sem því miður hann hefði ekki tök á að veita á komandi starfsári.

Þorlákur sagðist vilja tilkynna ákvörðun sína með góðum fyrirvara þannig að nægur tími væri fyrir áhugasama að gefa kost á sér til formennsku í Landssambandi smábátaeigenda.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason

 

Deila: