-->

Þorsk- og ýsustofnar standa illa við Færeyjar

Bráðabirgðaniðurstöður vorralls Hafrannsóknastofnunar Færeyja sýna að stofnar þorsks og ýsu standa illa, en staða ufsastofnsins er þokkaleg. Hið jákvæða úr þessum leiðangri er að nýliðun ýsu fer vaxandi. Þessir leiðangrar eru af svipuðu tagi og „röll“ hafró og hafa verið farnir árlega frá árinu 1982. Markmiðið er meta stofnstærð helstu nytjafiska við eyjarnar, einkum þorsks, ýsu og ufsa.
Þorskstofninn var mjög illa á sig kominn upp úr 1990 en þá komu mjög góðir árgangar inn í stofninn. Hann dafnaði síðan verulega með góðri nýliðun fram til 2002 og sömu sögu var að segja af ýsu og ufsa. Eftir 2002 féll þorskstofninn svo niður á sögulegt lágmark. Svo komu tvö góð ár nýliðunar 2007 og 2008, en síðustu árin hefur lítið verið að sjá. Nýliðun telst því lítil.
Í ýsunni hefur afli á sóknareiningu hefur stöðugt dregst saman síðan 2002. Skýringin liggur fyrst og fremst í lélegri nýliðun til margra ára.  Frá árinu 2011 hefur sést nokkur batni vegna aukinnar nýliðunar og síðustu árin hefur fengist þó nokkuð af ársgamalli ýsu, sem gefur vonir um að stofninn sé að braggast.
Ufsastofninn er nokkru minni en meðaltal áranna 2002 til 2009, en staða hans er þó ekki slæm.