Þorskaflinn 254.000 tonn á síðasta fiskveiðiári

Deila:

Afli til aflamarks í þorski fiskveiðiárið 2017/2018 var tæplega 254 þúsund tonn. Við bætist afli utan aflamarks: strandveiðiafli í þorski upp á rúm 9.070 tonn, afli í línuívilnun rúm 2.360 tonn, VS-afli 935 tonn og undirmálsafli utan aflamarks sem var 835 tonn auk rannsóknaafla. Árið 2017 veiddu erlend skip um 2.500 tonn af þorski í landhelginni á grundvelli samninga þar um. Heildarafli þorsks í íslenskri lögsögu var tæplega 270 þúsund tonn.

Heildarafli og aflamarksstaða í aflamarks- og krókaaflamarkskerfinu

Afli til aflamarks í ýsu á fiskveiðiárinu nam rúmum 41 þúsund tonnum uppúr sjó. Við bætist afli utan aflamarks: afli í línuívilnun var 921 tonn, VS-afli nam 231 tonnum og undirmálsafli utan aflamarks var 226 tonn. Ýsuafli erlendra skipa árið 2017 var um 1.367 tonn. Heildaraflinn í ýsu endaði í um 42,5 þúsund tonnum. Afli íslenskra skipa úr öðrum ýsustofnum, meðal annars í Barentshafi nam 1.000 tonnum.

 

Deila: