Þorskur á asíska vísu

168
Deila:

Nú er nóg til af þorski í landinu og tilvalið af hafa hann í matinn. Til að bregða út af vananum er ágætt að notast við uppskrift frá Austurlöndum við matreiðsluna. Þetta er einföld uppskrift og rétturinn bæði hollur og bragðgóður. Uppskriftin er fyrir fjóra.

Innihald:
4 stykki úr þorskflaki, hvert um 180g, roðflett og beinhreinsuð
1 msk. matarolía til steikingar
salt og svartur pipar

Sósa
60 millilítrar af vatni
120g smjör
4 msk. sweet chilli sósa
1 tsk. ferskur engifer, smátt saxaður
fjórir skalottulaukar, saxaðir
safi úr einni límónu
2 msk. af fínt söxuðum ferskum kóríander

Aðferðin:
Hitið olíu á pönnu, kryddið þorskbitana og steikið í olíunni í 4-5 mínútur á hvorri hlið eftir þykkt þeirra.
Á meðan fiskurinn er að steikjast er farið í sósugerðina. Setji vatnið, smjörið, sweet chilli sósuna og engifer í pott og látið suðuna koma upp. Bætið þá lauknum og límónusafanum út í  og látið krauma í um 2 mínútur.
Færið þorskbitana upp á fjóra diska og jafnið sósunni yfir þá. Berið fram með hrísgrjónum eða soðnum kartöflum og salati að eigin vali.

Deila: