Þorskur á kínverska vísu

Deila:

Þó langt sé milli Kína og Íslands má kannski draga úr fjarlægðinni með því að elda íslenskan fisk eftir kínverskri uppskrift. Þess vegna birtum við þessa fínu og hollu uppskrift svo lesendur geti notið gæða beggja landanna í einu.

Innihald:

  • 700-800g roð- og beinlaus þorskflök, skorin í um 10 sentimetra langa bita
  • 200g brún basmati hrísgrjón
  • 300g frosnar grænar baunir
  • 100g belgbaunir
  • 6 vorlaukar smátt sneiddir
  • 1 tsk, þurrkaðar chilli flögur
  • handfylli af ferskum kóreander, saxaður
  • 4 tsk. sojasósa
  • 1 tsk. sesamolía
  • 1 msk. ólífuolía
  • 4 egg

Aðferð:

Sjóðið grjónin í djúpri pönnu í um 20 mínútur eða þar til þau eru hæfilega soðin. Bætið grænu baununum og belgbaununum út í eftir 15 mínútur. Hellið vatni af grjónum ef eitthvað er eftir af því. Bætið þá vorlauknum, chilli flögunum og öllum kóreandernum nema einni tsk., sojasósunni og sesame olíunni út í. Lokið þá pönnunni.

Hitið olíuna á stórri pönnu. Sláið eggin saman með því sem eftir er af kóreandernum. Skerið fiskinn í aflanga bita og hjúpið með eggjablöndunni. Steikið þá svo í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þangað til að þeir eru orðnir gullnir. Hrærið það sem eftir er af eggjablöndunni út í hrísgrjónin.

Jafnið grjónablöndunni í fjórar skálar og og leggið fiskbitana ofan á. Berið fram með brauði og fersku salati að eigin vali.

 

Deila: