-->

Þorskur í hvítvíns- og tómatsósu

Þorskurinn er í uppáhaldi hjá ansi mörgum, enda hægt að matreiða hann óteljandi vísu. Hér kemur ein suðræn og þægileg uppskrift. Bæði holl og góð.

Hvítvíns- og tómatsósan:

 • 2 msk olífuolía
 • ½ tsk muldar rauðar piparflögur
 • 3 stór hvítlauksrif smátt söxuð
 • 10  cherry tómatar skornir til helminga
 • 1 dl hvítvín
 • ½ bolli fersk basilíka, söxuð fínt
 • 2 msk ferskur sítrónusafi
 • ½ teskeið sítrónubörkur
 • ½ teskeið salt, eða meira eftir smekk
 • ¼ teskeið nýmulinn svartur pipar. Eða meira eftir smekk

Þorskurinn:

 • 2 matskeiðar ólífuolía
 • Fjögur góð þorskstykki svipuð að þyngd, hvert um sig um 200 g.
 •  Salt og pipar

Aðferðin:

Forhitið ofninn í 180°

Sósan:

 1. Hitið olíu á stórri steikingarpönnu. Haldið henni á meðalhita og bætið út á hana piparflögum og hvítlauk og látið steikjast í um það bil eina mínútu eða þar til laukurinn er byrjaður að gyllast. Setjið þá tómatana á pönnuna og steikið í 9 til 12 mínútur, þannig að þeir verði mjúkir og byrja að flagna, en haldi þó lögun sinni. Bætið þá hvítvíninu út í og látið malla í 2 til 4 mínútur. Hrærið loks basilíkunni, sítrónusafa og sítrónuberki saman við og saltið og piprið. Setjið sósuna í skál og leggið til hliðar og haldið heitri.

Þorskurinn:

Hitið ólífuolíu á góðri pönnu að meðalhita. Kryddið þorskinn með salti og pipar.  Steikið þorskinn í olíunni á báðum hliðum þar til hann er orðinn gullinn og gegneldaður. Hellið sósunni yfir fiskinn og berið strax fram með soðnum kartöflum og eða hrísgrjónum og góðu salati,

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Lítil frávik í íshlutfalli

Fiskistofa birtir hér niðurstöður vigtunar m.t.t. íshlutfalls hjá þeim vigtunarleyfishöfum þar sem veiðieftirlitsmenn Fiskistofu h...

thumbnail
hover

Rækjuveiðar hafnar í Djúpinu

Rækjuveiðin í Ísafjarðardjúpi hófst í síðustu viku. Halldór Sigurðsson ÍS fór þrjá róðra og að sögn Alberts Haraldssonar...

thumbnail
hover

Úthlutun byggðakvóta fyrir Flateyri frestað

Byggðastofnun hefur ákveðið að fresta úthlutun aflamarks á Flateyri og veita umsækjendum færi á því að uppfæra umsóknir. Ákv...