Þorskur í hvítlauk

201
Deila:

Nú fáum við okkur flottan þorsk í matinn.. Þetta er einfaldur og hollur réttur, sem hægt er að mæla með í hvaða veislu sem er. Nú borðum við heima til að forðast Covid-19. Gerið þið svo vel.

Innihald:

800g þorskur í fjórum jöfnum bitum, roð og beinlaus
¼ bolli ósaltað smjör við stofuhita
1 ½ matskeið söxuð steinselja
2 stórir hvítlauksgeirar, marðir
2 skallottlaukar smátt saxaðir
½ tsk. Dijon sinnep
! ½ msk. smátt söxuð Parmaskinka
1 msk. hveiti
2 msk. ferskur sítrónusafi
salt og nýmalaður svartur pipar
2 msk. mataolía
1 sítróna skorin í báta

Aðferð:

Hrærið saman  öllum efnunum nema þorskinum, olíunni og sítrónubátunum saman í skál og leggið til hliðar.
Hitið olíuna á djúpri pönnu sem þolir að fara í bakaraofn. Stillið hitann á meðal, kryddið þorskinn með salti og pipar og steikið fiskbitana í fjórar mínútur og snúið þeim þá og steikið í 1 til 2 mínútur eftir þykkt.

Jafnið 1 msk. af blöndunni yfir fiskstykkin og setjið pönnuna í bakaraofn við 230° í tvær til 3 mínútur eftir þykkt og hann byrji aðeins að gyllast. Takið pönnuna úr ofninum og hellið afganginum af blöndunni út á. Hrærið saman og ausið yfir fiskstykkin. Stráið steinselju yfir og berið fiskinn fram með sítrónubátunum.
Við mælum með soðnum rauðum íslenskum kartöflum með þessum rétti og salati að eigin vali.

 

Deila: