-->

Þorskur í möndluhveiti

Þorskur er undirstaða lífsafkomu þjóðarinnar. Á árum áður var hann að mestu saltaður eða þurrkaður og fluttur þannig utan. Þar sem hann skilaði lífsnauðsynlegum gjaldeyri, borðuðum við ekki mikið af honum, en nú er öldin önnur. Reyndar fara yfir 90% af öllum þorski utan á matardiska Evrópumanna og Ameríkana, en við höfum komist upp á lagið við að njóta hans öðu vísi en saltaðs eða sigins og þá eru möguleikarnir endalausir. Hér kemur ein uppskrift, sem við hikum ekki við að mæla með. Athugið að uppskriftin er aðeins fyrir tvo, enda erum við enn í sjálfskipaðri sóttkví.

Innihald:

400g þorskflök, roð- og beinhreinsuð

½ bolli hveiti

1 msk. möndluflögur, muldar

1/2 tsk. salt

2-3 msk. extra virgin ólífuolía

2 msk sesamolía

2dl kjúklingasoð

3 msk. sítrónusafi

¼ bolli kapers

2 msk fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

Blandið saman hveitinu, muldu möndluflögunum og saltinu saman í skál. Þurrkið fiskibitana og veltið upp úr hveitiblöndunni.

Hitið ólífuolíuna á pönnu upp í ríflega miðlungshita og bætið einni matskeið af sesamolíu út á. Steikið fiskinn í 3-5 mínútur á hvorri hlið eftir þykkt bitanna þar til þeir verða gullnir. Takið fiskinn síðan af pönnunni, leggið til hliðar og haldið heitum.

Hellið kjúklingasoðinu út á sömu pönnu og bætið við sítrónusafa og kapers og skrapið leifarnar af þorskinum upp af botninum svo þær blandist sósunni. Látið sjóða niður um helming og bætið þá því sem eftir er af sesamolíunni út í og hrærið vel saman.

Berið fiskinn fram á tveimur diskum, dreypið sósunni yfir og stráið steinseljunni ofan á. Soðnar kartöflur fara vel með þessum góða rétti og salat að eigin vali.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brim og Samherji áfram með mesta...

Litlar breytingar eru á hvaða aðilar eru í efstu sætunum yfir aflahlutdeild frá því sams konar upplýsingar voru birtar miðaðar vi...

thumbnail
hover

Huginn landar síld í Fuglafirði

Huginn VE landaði 1.000 tonnum af norsk-íslenskri síld í Fuglafirði hjá fyrirtækinu Pelagos. Aflann fékk Huginn austur af landinu in...

thumbnail
hover

Ársfundur Hafró framundan

Ársfundur Hafrannsóknastofnunar Rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna, verður haldinn föstudaginn 25. september 2020, Kl. 14...