Þorskur í parmesanhjúpi

245
Deila:

Nú gæðum við okkur á þorski hjúpuðum með blöndu af rifnum parmesan osti. Þetta er einfaldur réttur og fljótlegur í matreiðslu. Að auki er hann afar hollur eins og allur fiskur. Munum ráðleggingar Landlæknis og höfum fisk í matinn tvisvar í hverri viku að minnsta kosti.

Innihald:

800g þorskbitar, roð- og beinlausir

¾ bolli nýrifinn parmesan ostur

½ sítróna, börkur og safi

2 msk. fersk steinselja, söxuð

½ tsk. hvítlauksduft

1 ¼ tsk. paprikuduft

5 msk. smjör

Aðferðin:

Forhitið ofninn í 180°C. Smyrjið eldfast mót. Setjið rifna ostinn í grunna skál og bætið paprikudufti og hvítlauksduftinu út í. Skerið sítrónu í tvennt og rífið af henni börkinn og blandið saman við ostinn. Saxið steinseljuna og blandið henni saman við ostinn.

Skolið fiskinn og þerrið síðan með eldhúspappír. Bræðið smjörið, og veltið fiskbitunum upp úr því. Veltið síðan fiskinum upp úr ostablöndunni. Þannig að hún þeki stykkin vel á öllum hliðum. Raðið fiskbitunum í eldfasta mótið og hellið yfir því sem er eftir af smjörinu og ostablöndunni. Bakið fiskinn í um það bil 15 mínútur eða þar til hann verður fallega gylltur. Bökunartíminn fer eftir þykkt stykkjanna.

Færið fiskbitana upp á fjóra diska, kreistið sítrónuna yfir og jafnið því sem eftir verður í mótinu yfir fiskbitana. Berið fram með nýjum kartöflum og fersku salati að eigin vali.

Deila: