Þorskur með chillisósu

Deila:

Við höldum okkur áfram við fiskneysluna og nú fáum við okkur þorsk í chilliblöndu. Þetta er virkilega góður réttur, auðveldur í matreiðslu og hollur. Það er líka auðvelt að stilla af styrkleika chilliblöndunnar með því auka eða minnka kryddið.

Innihald:

600g þorskur, roð- og beinlaus
2 msk. matarolía
1 laukur
4 hvítlauksrif
1 meðalstór rauður chilli pipar
1 tsk. mulið kúmen
1 grænmetisteningur
2 msk. tómatpúrra
1 msk. barbekjú sósa
2 dósir hakkaðir tómatar
1 dós kjúklingabaunir
1 nýrnabaunir
1 rauð paprika
salt og pipar
nachoflögur
sýrður rjómi

Aðferðin:

Hitið olíu í stórum potti.
Saxið lauk og hvítlaukinn og steikið á miðlungs hita uns blandan er orðin mjúk. Hreinsið cillipiparinn og saxið hann og bætið út í ásamt kúmeni og tómatpúrrunni og látið krauma um stund.

Bætið hökkuðu tómötunum, grænmetisteningnum baunum og saxaðri papriku út í. Látið krauma í um það bil 8 mínútur. Bragðið til með salti, pipar og barbekjúsósu. Skerið þorskinn í í bita og látið hann krauma í blöndunni í 5 mínútur.
Berið réttinn fram með nachoflögum og sýrðum rjóma, hrísgrjónum eða soðnum kartöflum og salati að eigin vali.

Deila: