-->

Þorskur með karabísku ívafi

Þorskinn höfum við Íslendingar fyrr á tímum borðað saltaðan, siginn eða ferskan, oftast einfaldlega soðinn með kartöflum og hamsatólg. En nú er öldin önnur og óteljandi uppskriftir til að fara eftir til að auka fjölbreytni í neyslunni. Hér bjóðum við uppskrift að þorski með karabísku ívafi og það er full ástæða til að reyna þennan bragðgóða, holla og einfalda rétt.

Innihald:

  • 500g þorskur, roð- og beinlaus
  • 2 msk hunang
  • Ólífuolía til steikingar
  • 1 grænn pipar, fræhreinsaður og smátt saxaður
  • 4 vorlaukar skornir í þunna hringi
  • 4 sneiðar af ananas
  • 2 lárperur (avocado) flysjaðar og skornar í fleyga
  • Salt og pipar

Aðferðin:

Skerið þorskinn í fjögur jöfn stykki og saltið þau og piprið. Setjið hálfa msk. af hunangi ofan á hvern bita.  Hitið olíuna á góðri pönnu og þegar hún er orðin snarpheit, eru fiskistykkin sett á hana með hunangshliðina upp. Steikið í 3-5 mínútur eftir þykkt. Snúið þeim þá við og steikið í 3-4 mínútur eða þar til hunangið brúnast. Takið fiskinn af pönnunni og haldið heitum.

Steikið síðan ananasinn á pönnunni og stráið piparnum  og vorlauknum yfir. Snúið ananassneiðunum við eftir 2 mínútur og steikið áfram í 2 mínútur, eða þar til hann mýkist og brúnast aðeins.

Færið lárperu- og ananassneiðarnar upp á 4 diska. Leggið fiskistykkin ofan á. Stráið síðan piparnum og vorlauknum yfir og berið fram með soðnum kartöflum eða hrísgrjónum.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Kolmunnaskipin bíða skimunar

Kolmunnaskipin liggja enn í Norðfjarðarhöfn og bíða áhafnir þeirra eftir niðurstöðu skimunar fyrir Covid-19. Ráðgert er að hal...

thumbnail
hover

Lítil sókn í grásleppuna

Lágt afurðaverð hefur dregið úr sókn í grásleppuveiðar í upphafi vertíðar. Kínverjar kaupa enga grásleppu og hrognaverð er l...

thumbnail
hover

Fiskverð lækkar

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna og útvegsmanna, sem haldinn var 3. apríl 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjara...