Þorskur með sinnepsmæjónesi

Nú breytum við nokkuð til með uppskriftina, en hugmyndin að henni er fengin frá Alaska. Hún er einföld og rétturinn skemmtilega frábrugðinn því sem við höfum verið með að undanförnu. Það er stundum gott að breyta aðeins til í matseldinni, því þar er fjölbreytileikinn af hinu góða.

Innihald:

4 bitar úr þorskflaki roð- og beinlausir, um 200g hver
1 sítróna
1 ½  bolli hvítvín
½  pakki Ritz kex
2 msk. fersk steinselja
2 bollar mæjónes
½  bolli Dijon sinnep
50g smjör
sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Aðferðin:

Smyrjið eldfast mót innan með olíu eða smjöri. Leggið fiskbitana í fatið og hellið hvítvíninu yfir. Setjið mótið inn í 180° heitan ofn og bakið í 12 mínútur og takið fiskinn út.
Blandið saman mæjónesinu og sinnepinu og hrærið vel saman. Raspið börkinn af sítrónunni út í blönduna. Skerið sítrónuna í tvennt og kreistið safann úr öðrum helmingnum út í blönduna og hrærið vel saman.
Setjið kexið í plastpoka og myljið í smátt. Bræðið smjörið og hellið því í pokann með kexinu og hristið saman. Jafnið blönduna yfir fiskbitana í eldfasta mótinu og stráið kexmylsnunni jafnt yfir. Setjið þá fiskinn inn í ofninn aftur og bakið í um 3 mínútur.  Skreytið fiskinn með steinseljunni og sítrónusneiðum. Berið fram með hrísgrjónum og fersku salati að eigin vali.
Fyrir þá sem það vilja er líklega hentugt að njóta þess sem eftir er af hvítvíninu með fiskinum.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mikil aukning í fiskeldi fyrirsjáanleg

Ríflega fjörutíu prósenta aukning verður í fiskeldi hér á landi, frá því sem nú er, verði allar umsóknir um ný rekstrarleyfi ...

thumbnail
hover

Málefni hafsins til umræðu

Loftslagsmál, grænar orkulausnir, málefni hafsins og heilbrigðismál voru á meðal fundarefna á þriggja daga haustfundi embættismann...

thumbnail
hover

Lokaferð Halldórs

Halldór Nellett er nú í lokaferð sinni sem skipherra á varðskipinu Þór en skipið lét úr höfn í Reykjavík fyrir helgi. Þegar v...