-->

Þorskur með sítrónu og aspas

Nú er hefðbundinni vetrarvertíð lokið samkvæmt fyrri tímum og draga fer úr þorskveiðum fram eftir sumri. Það er hins vegar ástæðulaust að draga úr þorskneyslu, því þorskurinn er afbragðsmatur. Það er bara að prufa nýjar aðferðir við matreiðsluna til að njóta fjölbreytninnar sem fiskur almenn býður upp á í matreiðslu. Þessi uppskrift er einföld og góð og má raun og vera nota hvort sem er bakaraofninn eða grillið við eldunina.

Innihald:

 • 800g ferskir þorskbitar, roð- og beinlausir
 • 500g ferskur aspas, þveginn og snyrtur eða niðursoðinn úr dós
 • 5 sítrónur skornar í sneiðar
 • 1 gul paprika, sneidd
 • 4 msk. ólífuolía
 • 1 msk. hvítlaukssalt
 • 1 msk. sítrónupipar
 • 3 msk. brauðmylsna

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 200°C
 2. Leggið örk af góðum álpappír í eldfast mót og smyrjið matarolíu á örkina.
 3. Leggið sneiðar úr einni sítrónu og helming lauksneiðanna á álpappírinn.
 4. Raðið aspasnum  ofaná og þar yfir lagi af lauk og sítrónu.
 5. Leggið þorsbitana þar yfir og hellið ólífuolíu yfir og kryddið með salti og sítrónupipar. Kreistið safa úr hálfri sítrónu yfir og dreifið loks brauðmylsnunni jafnt yfir.
 6. Bakið í ofninum í 13-15 mínútur eftir þykkt þorskbitanna og þar til aspasinn er farinn að mýkjast innan en er jafnframt svolítið stökkur að utan.
 7. Loks má skjóta smá grilli á fiskinn, 1-2 mínútur eða svo.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vilja svæðalokanir til að vernda höfrunga...

Vísindamenn hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) leggja nú til  fiskveiðar verði bannaðar á ákveðnum svæðum í Biskajafló...

thumbnail
hover

Hoppandi kátir

Drangey SK2 landar í Grundarfirði í byrjun vikunnar.  Heildarmagn afla um borð er um 154 tonn, uppistaða aflans er að mestu þorskur....

thumbnail
hover

Verð á þorski fer hækkandi

Verð á þorski sem seldur er gegnum fiskmarkaði hefur stigið jafnt og þétt undanfarna daga. Þann 15. maí var ríkti svartsýni hjá ...