Þrír heiðraðir í Bolungarvík

Deila:

Á sjómannadaginn voru þrír sjómenn heiðraðir í Bolungavík. Fór athöfnin fram í Hólskirkju og það var hin aldna sjómannskempa Elías Ketilsson sem veitti heiðursmerkin fyrir hönd Sjómannadagsins í Bolungavík.

Þeir sem voru heiðraðir voru Sveinbjörn Ragnarsson og bræðurnir Benedikt Guðmundsson og Páll Guðmundsson. Þeir hafa allir stundað sjómennsku í nærri hálfa öld og einnig gert út eigin bát um lengri tíma.

Frétt og mynd af bb.is

 

 

Deila: