Þrír nýir í stjórn HB Granda

Deila:

 

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims og eigandi ríflega 30% í HB Granda var kjörinn í stjórn HB Granda á aðalfundi félagsins á föstudag. Með honum í stjórnina kom Magnús Gústafsson, fyrrum forstjóri Coldwater í Bandaríkjunum. Þá kom Eggert Benedikt Guðmundsson nýr inn í stjórnina, en hann er meðal annars fyrrum forstjóri HB Granda. Þá voru þær endurkjörnar í stjórn félagsins Anna G. Sverrisdóttir og Rannveig Rist

Aðalfundurinn  samþykkti að greidd verði 0,7 kr. á hlut í arð vegna ársins 2017, alls að fjárhæð 1.269.561.106 kr. Arðurinn verður greiddur 31. maí 2018. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 4. maí 2018 og arðleysisdagur því 7. maí 2018.

Arðsréttindadagur er 8. maí 2018, arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá í lok arðsréttindadags.

Tillaga að starfskjarastefnu var samþykkt og samþykkt var að þóknun til stjórnarmanna vegna næsta árs verði 285.000 kr. á mánuði, varaformaður fái einn og hálfan hlut og formaður fái tvöfaldan hlut.

 

Deila: