Þurfa að fiska annað en ýsu

Deila:

Á þessum árstíma hafa skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum oft fiskað drjúgt af ýsu. Vissulega er auðvelt fyrir þau að veiða ýsuna núna en í lok kvótaárs þarf að hyggja að fleiri tegundum. Bæði skipin eru að landa fullfermi í Vestmannaeyjum í dag.

Afli Bergeyjar er að mestu ýsa og djúpkarfi en afli Smáeyjar (áður Vestmannaey) ýsa og ufsi. Að sögn Arnars Richardssonar rekstrarstjóra í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar var góð ýsuveiði hjá báðum skipum fyrsta sólarhring veiðiferðarinnar, en aflinn varð tregari þegar farið var að forðast ýsuna og leita eftir öðrum tegundum.

Deila: