-->

Þurfti að taka gervifót hásetans í uppherslu

Maður þessarar viku er frá Stöðvarfirði en vinnur sem tæknistjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Hann byrjaði á sjó á Bjarti NK 16 ára gamall og kótelettur í raspi eru í uppáhaldi hjá honum.

Nafn: Ívar Dan Arnarson.

Hvaðan ertu?

Stöðvarfirði samt mikill Breiðdælingur líka.

Fjölskylduhagir?

Í sambúð og á tvær dætur.

Hvar starfar þú núna?

Tæknistjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

2007 þegar ég fór minn fyrsta túr sem háseti á Bjarti NK, 16 ára.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Viljinn fyrir framþróun í greininni. 

En það erfiðasta?

Góð spurning.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Þegar ég var vélstjóri á Barða og þurfti að taka gervifót eins hásetans í uppherslu.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Auðbjörn sem var eitt sinn tvítugur töffari.

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan, skotveiði og að sjálfsögðu vinnan.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lamba kótelettur í raspi.

Hvert færir þú í draumfríið?

Inn í Breiðdal í sveitadýrðina.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ágætur afli

Afli bolfiskskipa Loðnuvinnslunnar, Ljósafells, Sandfells og Hafrafells, í febrúar var 945 tonn óslægt. Ljósafell var með 535 tonn. ...

thumbnail
hover

Álaveiðar mögulegar sem búsílag

Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um álaveiðar til eigin neyslu. Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum á Íslan...

thumbnail
hover

Einfalda löggjöf um áhafnir skipa

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um áhafnir skipa. Með frumv...