Þúsund tonnum landað á Ísafirði í júlí

Deila:

Alls var landað 1.069 tonnum af botnfiski og rækju í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði. Silver Fjord landaði 302 tonnum af erlendri frosinni rækju og landaður afli var 768 tonn.

Klakkur ÍS landaði 86 tonnum af rækju eftir fjórar veiðiferðir. Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 261 tonnum af afurðum eftir eina veiðiferð. Ísfisktogararnir Páll Pálsson ÍS og Stefnir ÍS reru báðir í mánuðinum. Páll fór 3 veiðiferðir og landaði 236 tonnum en Stefnir var með 127 tonn eftir tvær veiðiferðir.

Þá landaði Frosti ÞH 57 tonnum úr einni veiðiferð.
Frétt af bb.is

 

Deila: