-->

Til hamingju með daginn sjómenn

Kvotinn.is óskar sjómönnum til hamingju með daginn. Kvotinn.is er nýr fréttavefur um sjávarútveg þar sem fréttir af fólki og fiski verða í hávegum hafðar. Blaðamaðurinn Hjörtur Gíslason skrifar fréttir inn á vefinn og útgefandi er Ólafur M. Jóhannesson. Það er von þeirra að vefurinn eigi eftir að nýtast öllum þeim sem áhuga hafa á sjávarútvegi eða vilja kynna sér gang mála í þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar.

Tveir þeirra aðila, sem auglýsa á síðunni okkar hafa beðið fyrir kveðjur til sjómanna.
Í tilefni sjómannadagsins senda Samtök fiskverkenda og útflytjenda, SFÚ, sjómönnum kveðjur og lýsa yfir fullum stuðningi við baráttu þeirra fyrir bættum kjörum.
Kemi ehf. og starfsmenn óska ennfremur sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Á þessari mynd Þorgeirs Baldurssonar er einn úr áhöfninni á Jökli ÞH á ufsa á vertíðinni í vetur.